Vegna samkomubanns stjórnvalda og ástandsins í þjóðfélaginu hefur stjórn og húsnefnd ákveðið að falla frá opnum húsum á miðvikudögum að sinni. Við að sjálfsögðu endurvekjum þetta um leið og við getum. Við ætlum hins vegar að virkja rafíþróttina hjá okkur og þar höfum við verið að spila DIRT Rally 2.0 undir merkjum Aífs og ætlum að henda á smá móti hjá okkur sem allir eru velkomnir að taka þátt í.

Fyrir þá sem vilja keppa þá er hægt að finna „AIFS“ og „AIFS 2“ inní Clubs í leiknum Dirt Rally 2.0